Skip to main content

Rafræn kosning um kjarasamning FFÍ og SA vegna Flugfélags Íslands ehf.

Eftir febrúar 17, 2021mars 20th, 2023Fréttir

Opnað verður fyrir kosningu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Flugfélags Íslands ehf. kl. 16.00 miðvikudaginn 17. febrúar 2021. Kosningunni lýkur kl. 14.00 þriðjudaginn 23. febrúar.

Kosningabærir aðilar eru starfsmenn Flugfélags Íslands ehf. sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélags Íslands. Til að geta kosið verður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Hægt er að kjósa eins oft og hver og einn félagsmaður vill en síðasta atkvæðið gildir. Hægt er að kynna sér nánari leiðbeiningar um hvernig kosið er í FFÍ appinu.

Til að kjósa er smellt á meðfylgjandi hlekk:

https://kosning.vottun.is/home/vote/243?lang=IS

 

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands