Skip to main content

Reglugerð

Reglugerð Starfsmenntasjóðs Flugfreyjufélags Íslands

1.gr – Nafn sjóðsins og heimili

1.1 Sjóðurinn heitir Starfsmenntasjóður Flugfreyjufélags Íslands.

1.2 Sjóðurinn er stofnaður á grundvelli kjarasamnings milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) annars vegar og Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Icelandair og Flugfélags Íslands hins vegar dags. 1. desember 2004.

1.3 Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík

2.gr – Markmið sjóðsins

2.1 Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun félaga í Flugfreyjufélagi Íslands.

3.gr – Verkefni sjóðsins

3.1 Verkefni sjóðsins eru:

    a) að veita fjárhagslega styrki til félaga vegna endur- og símenntunar.

    b) kostun námskeiðshalds

4.gr – Tekjur sjóðsins

4.1 Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins af launum starfsmanna. 0.20 % af launum frá 1. júní 2008.

4.2 Vaxtatekjur.

4.3 Aðrir styrkir. t.d frá öðrum sjóðum FFÍ að fengnu samþykki aðalfundar.

5.gr – Stjórn sjóðsins

5.1 Stjórn sjóðsins er skipuð 2 aðilum frá FFÍ og 2 frá SA (1 aðila frá Icelandair og 1 aðila frá Flugfélagi Íslands). Frá 1. júní 2009 til 3 ára og síðan til 2 ára í senn. Forfallist stjórnarmaður skal skipa annan í hans stað.

5.2 Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum.

5.3 Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á innheimtu, úthlutun og öðrum fjárreiðum sjóðsins.

5.4 Sjóðurinn greiðir allan kostnað sem af starfsemi hans leiðir.

5.5 Ekki skal greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu.

5.6 Stjórn sjóðsins er heimilt að fela aðila umsjón með daglegum rekstri sjóðsins, s.s. innheimtu iðgjalda, greiðslu styrkja, móttöku umsókna, fjármálum o.s.frv.

5.7 Stjórn sjóðins setur reglur um úthlutun styrkja og skal stjórn sjóðsins heimilt að endurskoða úthlutunarreglur eftir umfangi og stærð sjóðsins hverju sinni. Sjá úthlutunarreglur.

6.gr – Aðalfundur, reikningar og endurskoðun

6.1 Aðalfund starfsmenntasjóðs FFÍ skal halda fyrir lok júní ár hvert.

6.2 Hlutverk aðalfundar skal vera að:

    a. Samþykkja ársreikninga.

    b. Staðfesta skipun nýrrar stjórnar sbr. 5. gr.

    c. Afgreiða breytingar á reglugerðinni.

    d. Staðfesta endanlega úthlutunarreglur og breytingar á þeim.

6.3 Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram áritaðir af löggildum endurskoðanda fyrir aðalfund ár hvert. Reikningar skulu sendir til stofnaðila. Reikningsár sjóðsins er frá 1. janúar til 31. desember.

7.gr – Ávöxtun sjóðsins

7.1 Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með eftirfarandi hætti:

    a) í ríkisskuldabréfum, í skuldabréfum sem eru tryggð með ábyrgð ríkissjóðs

    b) í bönkum og sparisjóðum

    c) á annan þann hátt er stjórn sjóðsins metur tryggan.

8.gr – Réttur til einstaklingsstyrkja

8.1 Rétt til styrks úr sjóðnum eiga þeir sem eru félagar í Flugfreyjufélagi Íslands og greitt hefur verið af í a.m.k í 12 mánuði.Félagsmenn í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.

8.2 Réttur til greiðslu úr sjóðnum fellur niður 6 mánuðum eftir að viðkomandi hættir störfum á samningssviði sjóðsins.

9.gr – Úthlutunarreglur

9.1 Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um úthlutun einstaklingsstyrkja úr sjóðnum og er stjórninni heimilt að endurskoða úthlutunarreglurnar að teknu tilliti til stöðu og afkomu sjóðsins hverju sinni.

10.gr – Breytingar á reglugerð og slit sjóðsins

10.1 Breytingar á reglugerð sjóðsins skulu afgreiddar á aðalfundi Starfsmenntasjóðs og þarf samþykki þeirra sem aðild eiga að sjóðnum.

10.2 Ákvörðun um sameiningu við aðra sjóði og/eða slit sjóðsins og ráðstöfun eigna hans þarf samþykki þeirra sem aðild eiga að sjóðnum.

Reglugerð þessi var samþykkt á aðalfundi Starfsmenntasjóðs, 8. júní 2022.