Skip to main content

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur vegna orlofshúsa

  1. Allir virkir félagsmenn FFÍ eiga rétt á dvöl í orlofshúsum FFÍ. Virkir félagar eru þeir sem greitt hefur verið af í orlofssjóð í a.m.k. 3 mánuði. Hjá lausráðnum endurnýjast rétturinn aftur eftir leyfi eftir 1 mánuð.
  2. Aðeins félagsmenn FFÍ mega leigja og framleiga er bönnuð, þar með talið lán til fjölskyldu og vina.  Með því að samþykkja leigusamninginn gengst félagsmaður undir þær kvaðir sem honum fylgja varðandi umgengni og þrif.
  3. Allir fastráðnir félagsmenn fá 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð í fastráðningu, þ.e. 12 punkta á ári. Punktaþak er 400 punktar.
  4. Þeir félagsmenn sem láta af störfum 60 ára eða eldri og hafa starfað að lágmarki í 20 ár, halda réttindum sínum í 10 ár eftir starfslok.
  5. Sumartímabil eru í punktaúthlutun og eru þau tímabil auglýst sérstaklega. Um önnur tímabil gildir „Fyrstur kemur – fyrstur fær“. Við punktaúthlutun er alfarið farið eftir punktastöðu og þá ganga fastráðnir félagsmenn fyrir.