Skip to main content

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning FFÍ við SA/Flugfélag Íslands ehf

Eftir febrúar 16, 2021mars 20th, 2023Fréttir

Skrifað hefur verið undir kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Flugfélags Íslands ehf. Nýi samningurinn hefur verið kynntur fyrir félagsmönnum og kynningargögn hafa verið sett inn í FFÍ appið.

Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 16.00 miðvikudaginn 17. febrúar 2021. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 14.00 þriðjudaginn 23. febrúar 2021. Aðgangur að kosningu verður í gegnum hlekk á heimasíðu FFÍ.

Atkvæðisrétt eiga félagsmenn FFÍ sem starfa hjá Flugfélagi Íslands ehf/Air Iceland Connect.

Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að þessari rafrænu atkvæðagreiðslu (með rafrænum skilríkjum eða íslykli), getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu FFÍ fram til loka kjörfundar og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn því til staðfestingar.

 

Kópavogi 16. febrúar 2021

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands