Skip to main content

Maríusjóður

Minningarsjóður Maríu Jónsdóttur

Minningarsjóður Maríu Jónsdóttur flugfreyju var stofnaður 1. nóvember 1963, daginn sem hún hefði orðið 31 árs. María var flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands frá 1956 og hafði verið formaður Flugfreyjufélags Íslands síðustu árin. Hún fórst í flugslysi í aðflugi að Fornebu flugvelli í Osló, á páskadagsmorgun árið 1963. Allir sem um borð voru, 12 að tölu, fórust.

Minningarsjóðurinn var stofnaður af foreldrum Maríu

Minningarsjóðurinn var stofnaður af foreldrum Maríu. Hugsun þeirra að baki stofnun sjóðsins var annars vegar að halda minningu dóttur sinnar lifandi en þó fyrst og fremst að til væri sjóður sem styrkti flugfreyjur/flugþjóna eða börn þeirra ef til annars flugslyss kæmi. Einnig yrði hægt að sækja í sjóðinn greiðslur vegna langvarandi veikinda flugfreyja/flugþjóna og barna þeirra.

Félagsmenn FFÍ styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum

Tekjur sjóðsins eru nær eingöngu af sölu minningarkorta. Minningarsjóður Maríu Jónsdóttur mun vera eini minningarsjóðurinn hjá stéttarfélögum innan flugsins.

Minningarkortin fást hjá eftirtöldum aðilum:

  • Sigurlaugu Halldórsdóttur – dilly@palmi.is
  • Á skrifstofu Flugfreyjufélags Íslands sími 561-4307 eða ffi@ffi.is