Kjörfundur hefst í dag 25. apríl 2017 kl. 12:00 og lýkur 1. maí 2017 kl. 23:59
Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæði sitt, sjá kjörkassann hér til hægri „Rafræn kosning“ ýtið á örina.
https://www.facebook.com/groups/1897525303816016/
https://www.facebook.com/groups/410596445970834/
Leiðbeiningar um rafræna kosningu til stjórnar FFÍ
Kosningin fer fram á öruggu vefsvæði sem hýst er og stjórnað af Advania skv. gæða- og öryggisstöðlum þeirra.
Til að greiða atkvæði þurfa félagsmenn að fara á sérstaka kosningasíðu sem er aðgengileg í gegnum hlekk á vefsíðu Flugfreyjufélagsins, www.ffi.is
Auðkenna sig þarf með kennitölu og annað hvort íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að hægt er að nálgast íslykil með fljótlegum hætti á umræddri vefsíðu.
Athugið að hægt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni og er það nýjasta atkvæði hvers kjósanda sem gildir.
Frekari upplýsingar og/eða aðstoð er hægt að fá á skrifstofu Flugfreyjufélagsins.
Kjörstjórn
Erindum um skráningu/kæru inn á kjörskrá skulu berast með tölvupósti til starfsmanna kjörstjórnar (olof@ffi.is)