Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands 2017 verður haldinn
þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 18:00
í húsakynnum FFÍ að Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Dagskrá aðalfundar:
1. Venjuleg aðalfundarstörf:
- Flutt verður skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
- Kynning á nýkjörinni stjórn, varastjórn og trúnaðarráði félagsins.
- Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
- Kosning til annarra stjórna og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir.
- Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ lögð fram til samþykktar.
2. Önnur mál.
Að fundi loknum verða bornar fram léttar veitingar.
Ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.
Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna komu sína á fundinn fyrir 27. apríl 2017 á netfang ffi@ffi.is.
Mætum vel og stundvíslega.
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Meðfylgjandi aðalfundarboði þessu er:
a) Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ