Skip to main content

Skilaboð frá Kjörstjórn FFÍ

Eftir apríl 28, 2017mars 23rd, 2023Fréttir

Kæru félagsmenn FFÍ,

Kjörstjórn vill minna félagsmenn á það að nú stendur yfir kosning til stjórnar FFÍ og henni lýkur kl. 23:59 þann 1. maí nk.

Til að greiða atkvæði þurfa félagsmenn að fara á sérstaka kosningasíðu sem er aðgengileg í gegnum hlekk á vefsíðu Flugfreyjufélagsins, www.ffi.is

Auðkenna sig þarf með kennitölu og annað hvort íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að hægt er að nálgast íslykil með fljótlegum hætti á umræddri vefsíðu.

Athugið að hægt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni og er það nýjasta atkvæði hvers kjósanda sem gildir.

Kjörstjórn hvetur alla til að nýta atkvæðarétt sinn. Klukkan 13:30 í dag höfðu 390 félagsmenn kosið sem er um þriðjungur þeirra sem er á kjörskrá.

Kjörstjórn