Skip to main content

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

Eftir apríl 30, 2017mars 20th, 2023Fréttir

logo1

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands, á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi.

Atkvæðagreiðslan hefst þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 18:00 á aðalfundi félasins sem haldinn verður á skrifstofu þess að Hlíðarsmára 15, Kópavogi og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017.

Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna, en þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Reykjavík, 25. apríl 2017

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands