Skip to main content

Áskorun til Bláfugls og SA vegna FÍA

Eftir október 20, 2021mars 17th, 2023Fréttir

Flugfreyjufélag Íslands skorar á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að standa við gildandi kjarasamning og virða niðurstöðu Félagsdóms.

Flugfreyjufélag Íslands telur að með framgöngu Bláfugls og Samtaka atvinnulífsins vegna uppsagna félagsmanna FÍA, sem nú hafa verið dæmdar ólögmætar, séu aðilar að gera alvarlega atlögu að grundvallarréttindum launþega og samstarfi aðila vinnumarkaðarins.

FFÍ áréttar enn og aftur sameiginlega yfirlýsingu frá 17. september 2020 sem SA voru aðilar að, þar sem kemur fram að aðilar séu sammála um að fara eftir leikreglum og lögum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Reykjavík 20. október 2021