Skip to main content

Stuðningsyfirlýsing við Eflingu

Eftir október 8, 2021mars 17th, 2023Fréttir

Flugfreyjufélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við Eflingu í baráttu félagsins vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli

Með þessari framgöngu telur FFÍ að Icelandair sé að gera alvarlega atlögu að uppsagnarvernd trúnaðarmanna á vinnustöðum. Í starfsumhverfi stéttarfélaga er uppsagnarvernd trúnaðarmanna grundvallarstoð svo stuðla megi að friði og samstarfi við vinnuveitendur í þágu félagsmanna stéttarfélaga.

FFÍ áréttar sameiginlega yfirlýsingu Icelandair Group/SA og FFÍ/ASÍ frá 17. september 2020, þar sem kemur fram að aðilar séu sammála um að fara eftir leikreglum og lögum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Með yfirlýsingunni gengust Icelandair og SA við því að framganga Icelandair sl. sumar, þar sem flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp störfum í miðri kjaradeilu, hafi brotið í bága við samskiptareglur á vinnumarkaði.

FFÍ skorar á Icelandair að virða lög og reglur á vinnumarkaði og að draga uppsögnina til baka.

Reykjavík 07. október 2021