Skip to main content

Stjórnarkjör framundan

Eftir apríl 18, 2023apríl 19th, 2023Fréttir

Aðalfundur FFÍ verður haldinn þriðjudaginn 16. maí 2023, kl. 18.00.

Núverandi kjörtímabili stjórnar 2021 – 2023 er að ljúka og komið að stjórnarkjöri samkvæmt lögum félagsins. Framboðslisti stjórnar hefur verið birtur í FFÍ appinu og verið sendur virkum félagsmönnum í tölvupósti.

Samkvæmt 23. grein laga félagsins auglýsir kjörstjórn hér með eftir fleiri framboðum. Frestur til að skila framboðum er til kl. 12.00 þriðjudaginn 2. maí, þ.e. tveimur vikum fyrir boðaðann aðalfund. Mikilvægt er að fylgja lögum félagsins hvað varðar samsetningu framboðslista og kjörgengi.

Nánari upplýsingar veitir Bergdís I. Eggertsdóttir, skipaður starfsmaður kjörstjórnar, sími 561 4307 og 868 4860, netfangið er bergdis@ffi.is.