Skip to main content

Flugfreyjufélag Íslands og Niceair skrifa undir kjarasamning

Eftir maí 31, 2022mars 14th, 2023Fréttir
niceair mynd

niceair mynd

Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og hið akureyrska flugfélag Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins. Samningurinn sem gildir til 01. júní 2024 var undirritaður í dag 31. maí 2022. Samningurinn hefur verið kynntur fyrir félagsmönnum ásamt atkvæðagreiðslu og var hann samþykktur einróma.

Það er með gleði og bjartsýni sem við hjá FFÍ óskum Niceair til hamingju með að hafa tekið á loft. FFÍ fagnar því að Niceair hafi gengið til viðræðna og lokið kjarasamningi við félagið með árangursríkum hætti og bjóðum við nýja félagsmenn hjartanlega velkomna. Viðræðuferlið hefur í alla staði verið farsælt og gott og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.