Þriðjudaginn 12. mars kl. 17.00 – 19.00 mun FFÍ bjóða upp á fræðslu og aðstoð við gerð skattframtals vegna síðasta árs. Fyrri hluti fræðslunnar verður stuttur fyrirlestur um framtalsgerð með sérstakri áherslu á dagpeninga o.þ.h. sem tengist flugfreyjustarfinu. Seinni hlutinn verður svo persónuleg aðstoð fyrir þá sem vilja.
Opnað verður fyrir skattframtöl hjá RSK 1. mars og lokadagur til að telja fram verður 14. mars 2024. Dagsetningin var valin með það í huga.
Fræðslan mun fara fram hjá FFÍ á Stórhöfða 29. Nánari upplýsingum verður miðlað fljótlega varðandi skráningu en áhugasamir geta tekið tímann frá strax.