Skip to main content

Fjöldamótmæli gegn skerðingu réttinda

Eftir febrúar 14, 2024Fréttir

Fjöldi finnskra stéttarfélaga skipuleggja þessa dagana pólitísk mótmæli í Finnlandi. Þar á meðal eru nokkur aðildarfélög Norræna flutningamannasambandsins (NTF) sem Flugfreyjufélagið tilheyrir.

Rúmlega 13.000 manns söfnuðust saman í Helsinki 1. febrúar en alls hafa um 300.000 manns tekið þátt í víðtækum mótmælum. Mótmælin beinast gegn áformum hægri sinnaðra stjórnvalda sem vilja skerða verkfallsrétt launþega, grafa undan kerfi kjaraviðræðna og lækka atvinnuleysisbætur. Skorað er á stjórnvöld að hefja þess í stað alvöru samræður við stéttarfélög landsins.