Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands var haldinn 16. maí síðast liðinn. Fundurinn var vel sóttur og fór vel fram.
Listi stjórnar var sjálfkjörinn þar sem ekki bárust önnur framboð. Þessa dagana er stjórn félagsins að skipta með sér verkum og skipa í ráð og nefndir. Nánari upplýsingum verður miðlað á næstu vikum og gögn uppfærð þar sem við á.
Á aðalfundinum voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs og munu þær taka gildi þegar ASÍ hefur yfirfarið þær og samþykkt. Reglugerðin verður uppfærð á heimasíðu félagsins og í FFÍ appinu þegar það samþykki liggur fyrir og þá verða þær breytingar kynntar fyrir félagsmönnum.
Á fundinum voru kynntar nýjar siðareglur félagsins og hafa þær verið birtar á heimasíðunni og í appinu.
Félagsmönnum sem mættu á aðalfundinn er þakkað kærlega fyrir komuna, það er alltaf gaman að hitta félagsmenn.
Stjórn og starfsfólk FFÍ