Skip to main content

Nýir félagsmenn boðnir velkomnir

Eftir júní 13, 2023júní 15th, 2023Fréttir

Fjöldi nýrra félagsmanna hefur bæst í hóp Flugfreyjufélags Íslands á undanförnum vikum. Er þar bæði um að ræða glænýja félagsmenn og hóp félagsmanna sem snúa aftur til starfa í fluginu. Félagið býður alla nýja félagsmenn innilega velkomna  í hópinn.

Almennt um félagið og þjónustuna

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) er staðsett á Stórhöfða 29, 110 Reykjavík. Símanúmerið er 561 4307 og almennur þjónustutími á skrifstofu er virka daga milli kl. 10.00 og 14.00. Hægt er að hitta á skrifstofustjóra, formann og varaformann utan þess tíma en alltaf er best að bóka tíma fyrirfram.

Fyrir almennar fyrirspurnir er bent á netfang FFÍ, ffi@ffi.is. Tölvupóstum sem berast á kvöldin og um helgar er svarað næsta virka dag. Fyrirspurnum, sem snúa að kjarasamnings- eða reglugerðarbundnum atriðum sem ekki þola bið, má beina til trúnaðarmanna félagsins. Allar upplýsingar um þá er að finna í FFÍ appinu og á heimasíðunni www.ffi.is.

Hlutverk stéttarfélagsins og réttindi félagsmanna

Hlutverk stéttarfélagsins er að vinna markvisst að því að bæta kjör, hag og vellíðan f/f í starfi, ásamt því að standa vörð um núverandi kjör og að kjarasamningi sé fylgt. Félagið rekur nokkra sjóði sem veita félagsmönnum mismunandi réttindi, s.s. sjúkrasjóð, starfsmenntasjóð og orlofssjóð. Nánari upplýsingar um sjóði félagsins er að finna í FFÍ appinu og á heimasíðu félagsins.

FFÍ Appið og heimasíðan

FFÍ appið er aðal samskipta- og upplýsingamáti félagsins. Appið er ókeypis og finnst undir heitinu „ffi appið“. Í appinu er að finna mikið magn gagnlegra upplýsinga, s.s. kjarasamning, fundargerðir öryggis- og samstarfsnefnda, upplýsingar um styrki, orlofshús, o.m.fl. Í appinu er líka sótt um alla styrki úr sjúkrasjóði og starfsmenntasjóði. Heimasíða FFÍ heitir www.ffi.is. Þar er að finna ýmsan fróðleik, s.s. fréttir, stefnu og lög félagsins, um stjórn, nefndir og ráð, sjóði, réttindi, o.m.fl.