Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning FFÍ og SA/Icelandair ehf.
Kosningu um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf. er lokið og niðurstöður rafrænna kosninga liggja fyrir.
Á kjörskrá voru 921. Atkvæði greiddu 812 eða 88,17 %.
JÁ sögðu 678 eða 83,50 %.
NEI sögðu 109 eða 13,42 %.
AUÐIR voru 25 eða 3,08 %.
Samningur hefur verið SAMÞYKKTUR . Með þessu er viðræðum lokið og nýr kjarasamningur hefur tekið gildi.
Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði.
Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi.