Skip to main content

Kvennaverkfall 24. október 2023

Eftir október 23, 2023Fréttir

Flugfreyjufélag Íslands innan Alþýðusambands Íslands, ásamt fjölda kvennasamtaka, mannréttindasamtaka og samtaka launafólks, hafa tekið höndum saman og skipulagt viðburðinn Kvennaverkfall 24. október 2023, þar sem konur og kvár leggja niður launuð sem ólaunuð störf.

Framlag kvenna og kvára til okkar samfélags er enn gróflega vanmetið og sýna margar rannsóknir fram á sláandi tölur um kynjamisrétti og kynbundið ofbeldi/áreitni.

Flugfreyjufélag Íslands hvetur konur og kvár sem það geta til þess að mæta á skipulagða samstöðufundi víðs vegar um landið þriðjudaginn 24. október 2023.

Aðstæður kvenna og kvára eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum konur og kvár sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #kvennaverkfall og/eða #ómissandi.

Með Kvennaverkfalli 2023 og sameinaðri baráttu sýnum við fram á hvaða áhrif það hefur að konur og kvár séu ekki við störf. Það á einnig við um þriðju vaktina. Grundvallarkröfur eru að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Þá bendum við á vefinn www.kvennafri.is til frekari upplýsinga um Kvennaverkfall 2023.