Skip to main content

Frestun á boðaðri vinnustöðvun

Eftir september 26, 2017mars 23rd, 2023Fréttir

Vinnustöðvun FFÍ vegna deilu við Primera Air Nordic (PAN) sem hefjast átti þann 24.10 n.k. kl.06:00 hefur verið frestað.  Nú er rekið mál fyrir Félagsdómi gegn FFÍ um lögmæti boðunar vinnustöðvunar. Hluti þeirrar málshöfðunar var gagnkrafa FFÍ þess efnis að félaginu væri almennt heimilt að boða til vinnustöðvunar á hendur PAN, óháð lögmæti upphaflegu boðunarinnar. PAN krafðist frávísunar þeirrar kröfu, tapaði því fyrir Félagsdómi en kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar. Ákveðið hefur verið að fresta vinnustöðvuninni með þeim hætti sem að framan greinir til þess að tryggja að réttum yfirvöldum gefist tími til þess að fjalla um og ljúka dómi á réttmæti hennar.