Skip to main content

Flugfreyjufélagið hefur sent inn kröfur í þrotabú WOW air

Eftir ágúst 12, 2019mars 20th, 2023Fréttir

Kópavogi 12. ágúst 2019

Flugfreyjufélagið hefur lokið við gerð kröfulýsinga í þrotabú WOW air og hefur sent kröfurnar til skiptastjóra þrotabúsins. Gerðar voru kröfur fyrir rúmlega 400 félagsmenn en auk þess gerði Flugfreyjufélagið einnig kröfu í búið fyrir sína hönd.

Kröfur félagsmanna námu um milljarði króna og er stærstur hluti þeirra krafna launarkröfur.

Þann 16. ágúst verður haldin skiptafundur með skiptastjórum en ólíklegt er að búið verði að taka afstöðu til launakrafna á þeim tímapunkti.

Á næstunni mun FFÍ sjá um að senda inn kröfulýsingar til Ábyrgðarsjóðs launa fyrir sína félagsmenn og svo tekur við biðtími á meðan skiptastjórar þrotabúsins og Ábyrgðasjóður launa meta kröfurnar. Um leið og niðurstaða fæst varðandi kröfurnar verður þeim upplýsingum miðlað til félagsmanna Flugfreyjufélagsins.