Skip to main content

Dómur danska vinnuréttardómstólsins

Eftir júlí 7, 2015mars 23rd, 2023Fréttir
Ryanair

Niðurstaða dóms danska vinnuréttardómstólsins í máli Ryanair.

  1. júlí 2015 féll dómur í danska vinnuréttardómstólnum þar sem að Ryanair er gert að taka þátt í kjarasamningaviðræðum við stéttarfélög í Danmörku sem sjá um kjör flugliða (Flyvebranchens Personale Union). Dómurinn gaf Ryanair fimm daga frest til að verða við þessu. Í dómnum var einnig viðurkennd heimild dönsku verklýðshreyfingarinnar að lýsa yfir vinnudeilu við lággjaldaflugfélagið Ryanair. Frá og með deginum í gær hafa verkalýðsfélög heimild til að neita Ryanair um þjónustu á flugvöllum í Danmörku þ.e. afgreiðsla á eldsneyti og hleðslu á vélum.

 

Forsaga þessa máls er sú að Ryanair tilkynnti að þeir hugsðust hefja áætlunarflug frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í mars 2015. Á þeim forsendum fór FPU fram á kjarasamning við Ryanair fyrir þá flugliða sem væru með heimahöfn (home-base) í Kaupmannahöfn. Ryanair þvertók fyrir það að hefja viðræður, en það er yfirlýst stefna Ryanair að gera enga kjarasamninga. Kjör og réttur þeirra sem starfa hjá Ryanair er langt undir lágmarkskjörum í Danmörku:

         laun eru 10,000 dkr (EUR 1,340) fyrir skatt

         eingöngu 11 mánaða tryggð laun

         Ryanair áskilur sér rétt á að flytja heimahöfn starfsmanna með stuttum fyrirvara

         starfsmenn greiða fyrir einkennisfatnað og ID-kort

         enginn veikindaréttur

Vegna þessara forsenda var það niðurstaða danska stéttarfélagsins að stefna Ryanair fyrir danska vinnuréttardómstólnum. Vildi stéttarfélagið fá viðurkenningu að möguleiki sé fyrir þau að lýsa yfir vinnudeilu við flugfélag, sem hefur fasta starfsemi í Danmörku þrátt fyrir það að flugfélagið sé með heimilisfestu í Írlandi.

Serviceforbundet/FPU byggðu mál sitt á þeirri staðreynd að Ryanair væri með starfsfólk á þessum flugleiðum með heimahöfn (home-base) í Danmörku og væri það því á ábyrgð stéttarfélagsins að tryggja lögvarða hagsmuni þessara starfsmanna eins og er á dönskum vinnumarkaði. Danski vinnuréttardómstóllinn féllst á allar kröfur stéttarfélagsins og staðfesti rétt þeirra til að boða vinnudeilur gegn Ryanair.

Dómurinn táknar mikilvægan sigur gegn undirboðum alþjóðlegra stórfyrirtækja í allri Evrópu og er það von okkar að hann muni hafa áhrif á félagsleg undirboð, sem eru að eiga sér stað  á Íslandi.