Skip to main content

Allsherjarvinnustöðvun – fundargerð stjórnar og trúnaðarráðs FFÍ

Eftir júlí 17, 2020mars 23rd, 2023Fréttir

Ár 2020, föstudaginn 17.7 kl. 16:45 kom stjórn og trúnaðarráð FFÍ saman til fundar.

Formaður félagsins, Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, setti fund. Formaður samninganefndar, Sigrún Jónsdóttir, gerði grein fyrir stöðu kjaraviðræðna við Icelandair ehf. Hún gerði grein fyrir því að samninganefnd FFÍ hefði í ljósi þess að Icelandair ehf hefði opinberlega slitið viðræðum um endurnýjun kjarasamnings tilkynnt Ríkissáttasemjara fyrr í dag að hún teldi viðræður aðila árangurslausar þrátt fyrir milligöngu hans. Stjórn og trúnaðarráð var sammála þeirri afstöðu og að loknum umræðum var eftirfarandi tillaga um boðun vinnustöðvunar hjá Icelandair ehf.  lögð fram, kynnt og samþykkt:

Fundur stjórnar og trúnaðarráðs FFÍ, haldinn föstudaginn 17.7 2020 samþykkir að boða allsherjarvinnustöðvun félagsmanna hjá Icelandair ehf. Vinnustöðvunin verði ótímabundin og hefjist kl. 00:01 þriðjudaginn 4.8 2020 og tekur hún til allra starfa flugfreyja og flugþjóna um borð í flugvélum Icelandair ehf.

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hefjist kl. 10:00 að morgni 24.7 2020 og ljúki kl. 12:00 á hádegi 27.7 2020. Atkvæðagreiðslan verði rafræn.

Atkvæðisrétt hafi allir félagsmenn FFÍ sem Icelandair skilaði iðgjöldum af til félagsins skv. skilagreinum fyrir júní 2020.

Fleira ekki gert og var fundi slitið kl. 17:15