Skip to main content

Allsherjar atkvæðagreiðsla vegna Primera

Eftir maí 5, 2017mars 23rd, 2023Fréttir

Flugliðar – stöndum saman

Minnum á að nú stendur yfir allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA.

Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 2. maí 2017 og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017 á skrifstofu FFÍ að Hlíðarsmára 15.

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna.
Þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Þetta skiptir okkur öll máli og þitt atkvæði telur