Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands var haldinn 14. maí og er öllum félagsmönnum sem gáfu sér tíma til að mæta þakkað kærlega fyrr komuna.
Listi stjórnar var sjálfkjörinn á fundinum þar sem ekki barst mótframboð. Guðný Björg Hjálmarsdóttir er ný í stjórn félagsins og er hún boðin velkomin í hópinn. Guðjón Óskar Guðmundsson hefur látið af stjórnarsetu og er honum þakkað innilega fyrir allt hans góða framtak í þágu félagsins.
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum og skipað í öll helstu ráð og nefndir. Viðeigandi gögn hafa verið uppfærð í FFÍ appinu og á heimasíðu félagsins.
Ársreikningur félagsins var kynntur og lagður fram til afgreiðslu á fundinum án athugasemda. Á aðalfundinum voru samþykktar tvenns lags breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs en beðið er samþykkis ASÍ áður en breytingarnar taka formlega gildi og verða kynntar fyrir félagsmönnum.
Á myndinni má sjá nýskipaða stjórn FFÍ.