Skip to main content

Vegna gjaldþrots Play

Eftir september 29, 2025Fréttir

Hugur okkar er hjá starfsfólki Play sem nú hefur misst atvinnu sína en það er mikið áfall að fara í gegnum slíkt. Mörg þeirra voru áður starfsfólk Wow air og eru þ.a.l. að ganga í gegnum annað gjaldþrot á rúmlega sex ára tímabili. Flugfreyjufélag Íslands ( FFÍ) á ekki félagsfólk hjá Play og hefur því ekki beina aðkomu að málum flugfreyja og  -þjóna hjá Play eins og á tímum Wow air. Mikilvægi stéttarfélaga sannast við atburð sem þennan og vonumst við til að haldið verði vel utan um allt starfsfólk Play og óskum við þeim alls hins besta á erfiðum tímum.