Skip to main content

Stuðningsyfirlýsing FFÍ vegna aðgerða gegn ,,stéttarfélaginu” Virðingu.

Eftir desember 9, 2024Fréttir

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir fullum stuðningi við málflutning Eflingar – stéttarfélags, SGS og Einingar/Iðju um félagið „Virðingu” sem stofnað hefur verið sem stéttarfélag án þess að uppfylla grundvallarskilyrði sem um slík félög gilda.

FFÍ tekur undir varnaðarorð Eflingar til starfsfólks í veitingageiranum um að halda sig fjarri félaginu og að taka ekki þátt í starfsemi sem miðar að því einu að skerða kjör og grafa undan réttindum sem áunnist hafa með áratuga baráttu.
Hér er um margra áratuga afturför að ræða á réttindum launafólks og sérstaklega láglaunafólks.

Flugfreyjufélag Íslands hvetur stéttarfélög og launafólk á Íslandi að standa gegn þessari aðför að með ráðum og dáð. Stöndum vörð um það sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram með áratuga baráttu sinni.

f.h. stjórnar Flugfreyjufélags Íslands
Berglind Kristófersdóttir, formaður FFÍ