Úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs

Úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja Starfsmenntasjóðs FFÍ

 1. grein – hverjir geta sótt um styrk

Virkur félagsmaður í FFÍ sem unnið hefur í að minnsta kosti 12 mánuði hjá Icelandair eða Flugfélagi Íslands og sem greitt hefur verið fyrir í starfsmenntasjóð skv. kjarasamningi á þeim tíma, getur sótt um fræðslu- og/eða tómstundastyrk hjá FFÍ. Félagsmaður í fæðingar- eða foreldraorlofi getur nýtt sér áunninn rétt ef hann velur að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur. Félagsmaður í atvinnuleit heldur áunnum rétti sínum í sex mánuði eins og hann var við starfslok, ef hann velur að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.

2. grein – hvar og hvernig er sótt um styrk

Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila gildri greiðslukvittun með umsókninni. Einnig verður að fylgja skýr staðfesting á hvaða nám eða námskeið var greitt fyrir, hver var skráður í námið (nafn og/eða kennitala félagsmanns) og hversu mikið var greitt fyrir það. Greiðslukvittun má ekki vera eldri en 12 mánaða. Sótt er um styrki í FFÍ appinu.  

3. grein – hvenær er úthlutað

Úthlutun styrkja er þrisvar sinnum á ári, 15. febrúar, 15. júní og 15. október. Umsóknir þurfa að hafa borist FFÍ fyrir fyrsta dag þess mánaðar sem úthlutað er til að hægt sé að afgreiða umsóknina í viðkomandi mánuði.

4. grein – styrkir

4.1. Námsstyrkur

Veittur er styrkur til náms hjá viðurkenndri menntastofnun, s.s. háskólanáms, framhaldsskólanáms, diplómanáms, starfstengds réttindanáms, iðnnáms, o.s.frv. Ekki er leyfilegt að veita námsstyrk oftar en tvö ár í röð.  

4.2. Tómstundastyrkur

Veittur er tómstundastyrkur til almenns tómstundanáms/námskeiðs.* Einnig er hægt að nýta tómstundastyrk til greiðslu ráðstefnugjalds.**

     *Íþróttir og reglubundin ástundun eða tómstundaiðkun er ekki styrktarhæf

     **Aðeins ráðstefnugjald er styrktarhæft, ekki flug, gisting, uppihald, o.þ.h.   

  4.3. Starfslokastyrkur

Veittur er styrkur til hvers konar fræðslu, náms eða námskeiðs að eigin vali við starfslok sökum aldurs eða vegna ótímabærra starfsloka eftir 25 ára starf. Umsóknartímabil styrksins er bundið við 12 mánuði í kjölfar starfsloka. Leyfilegt er að sækja um styrk fyrir fleiri en eitt nám eða námskeið á fyrrnefndu 12 mánaða tímabili.

5. grein – upphæðir styrkja

Veittir eru styrkir að hámarki 100.000 krónur á hvern félagsmann á hverjum 12 mánuðum. Aldrei er veittur hærri styrkur en sem nemur 80% af útlögðum kostnaði félagsmanns.

Hámarksupphæð tómstundastyrks er 40.000 krónur á hverjum 12 mánuðum. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk, sem er 100.000 krónur.

Ef umsækjandi hefur fengið styrk úr sjóðnum á síðustu 12 mánuðum eða sækir um fleiri en einn styrk í sömu úthlutun dregst sú upphæð frá hámarksstyrknum.  

6. grein – höfnun umsókna

Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sem ekki uppfylla úthutunarreglur að mati stjórnar.    

7. grein – breytingar á úthlutunarreglum

Stjórn Starfsmenntasjóðs FFÍ áskilur sér rétt til breytinga á úthlutunarreglum þessum án sérstaks fyrirvara. Reglurnar skulu taka mið af stöðu sjóðsins hverju sinni. Þeir umsækjendur sem fengið hafa vilyrði fyrir styrk falla ekki undir þetta ákvæði ef til breytinga á úthlutunarreglum kemur.

8. grein – mótun starfsreglna

Stjórn sjóðsins er heimilt að móta starfsreglur skv. gr. 5.7. í reglugerð sjóðsins, eftir því sem reynsla og starfsemi sjóðsins gefur tilefni til.

 

Endurútgefið og uppfært í júní 2021