Skip to main content

Sjúkrasjóður

Verkefni sjóðsins er að veita sjóðfélögum Sjúkrasjóðs Flugfreyjufélags Íslands fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum. Sjóðfélagar eru þeir sem greitt hafa, eða fyrir þá hafa verið greidd, iðgjöld til sjóðsins.

Verkefni sjóðsins er ennfremur að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar félagsmanna.

Rétt er að nefna að sjóðurinn er atvinnurekendasjóður, þ.e. greitt er af félögum FFÍ en sjóðfélagar greiða ekki sjálfir í sjóðinn.

Rétt til styrkveitinga úr sjúkrasjóði eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

  • Greitt er af viðkomandi í sjóðinn þegar réttur til aðstoðar myndast.
  • Greitt hefur verið af félagsmanni til sjóðsins í a.m.k 6 mánuði (sé félagi lausráðinn endurnýjast réttur eftir 1. greiðslu til sjóðsins, hafi hann áður verið fullgildur félagi).
  • Hefur greitt í eða verið greitt af í annan sjúkrasjóð innan ASÍ (réttindi flytjast á milli).
  • Hafa greitt félagsgjald til FFÍ af fæðingarorlofslaunum.

Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að fara yfir allar umsóknir á einstaklingsgrundvelli og úrskurða um réttmæti greiðslu styrkja.

Félögum er bent á að kynna sér vel reglugerð sjúkrasjóðs Flugfreyjufélags Íslands í heild sinni varðandi forsendur styrkveitinga og skilyrði, sérstaklega greinar 12 og 13 í reglugerðinni.

Sótt er um alla forvarna- og endurhæfingastyrki í FFÍ appinu.