Skip to main content

Símsvörun og móttaka Flugfreyjufélags Íslands

Eftir ágúst 16, 2024Fréttir

Gerðar hafa verið breytingar á símsvörun og móttöku FFÍ sem færðist yfir til Fagfélaganna 15. ágúst sl.

Opnunartími skrifstofu FFÍ er óbreyttur eða kl. 10-14, virka daga.

Símsvörun breyttist á þann veg að þegar hringt er til FFÍ s. 561 4307 þá tekur símsvari við og í kjölfarið fær viðkomandi samband við starfsmann Fagfélaganna sem kemur símtali í réttan farveg (áleiðis til FFÍ).

Almenn móttaka FFÍ er hjá Fagfélögunum, Stórhöfða 29-31, og gestum FFÍ er aðgangsstýrt um húsið eins og við á.

Stjórn og starfsmenn FFÍ vona með þessum breytingum séum við áfram að veita faglega og góða þjónustu við félagsmenn FFÍ og um leið að styrkja tengslin við aðrar starfstéttir og stéttarfélög hér á Stórhöfðanum.

Við bendum á slóð Fagfélaganna ef þið viljið kynna ykkur nánar það samfélag sem FFÍ er og verður hluti af:  https://fagfelogin.is/