Skip to main content

Rannsókn á atvinnu og líðan flugáhafna

Eftir nóvember 21, 2024Fréttir

Félagsmönnum FFÍ hefur verið boðið að taka þátt í rannsókn á atvinnu og líðan flugmanna og flugfreyja/-þjóna á vegum ECA, ETF, ENAA og Ghent University (Belgíu), sem studd hefur verið fjárhagslega af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Markmið rannsóknarinnar er að gefa skýra yfirsýn yfir atvinnulandslag í flugiðnaðinum, 10 árum eftir UGent tilraunaverkefnið um „óhefðbundið ráðningarfyrirkomulag í fluggeiranum“ (2014), til að geta hvatt og stýrt frekari lagabreytingum ef þörf krefur.

Tengill á rannsóknina er hér: https://ghentpmwop.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_4SFPkaLrIi3bHDM

Könnunin tekur um 15 mínútur og frestur er til 6.desember til að svara!

Frekari upplýsingar um Ghent rannsóknina (Ghent Study V.2) má finna hérJoin us in shaping the future of aviation employment! | European Cockpit Association (ECA)