Félagsmönnum FFÍ hefur verið boðið að taka þátt í rannsókn á atvinnu og líðan flugmanna og flugfreyja/-þjóna á vegum ECA, ETF, ENAA og Ghent University (Belgíu), sem studd hefur verið fjárhagslega af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Markmið rannsóknarinnar er að gefa skýra yfirsýn yfir atvinnulandslag í flugiðnaðinum, 10 árum eftir UGent tilraunaverkefnið um „óhefðbundið ráðningarfyrirkomulag í fluggeiranum“ (2014), til að geta hvatt og stýrt frekari lagabreytingum ef þörf krefur.
Tengill á rannsóknina er hér: https://ghentpmwop.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_4SFPkaLrIi3bHDM
Könnunin tekur um 15 mínútur og frestur er til 6.desember til að svara!
Frekari upplýsingar um Ghent rannsóknina (Ghent Study V.2) má finna hér: Join us in shaping the future of aviation employment! | European Cockpit Association (ECA)