
Sigrún Helga Holm hefur verið ráðin í fullt starf á skrifstofu FFÍ í stöðu lögfræðings/sérfræðings í kjaramálum. Sigrún Helga hóf störf 01. maí 2025.
Sigrún Helga hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair frá árinu 2016 og hefur komið að hinum ýmsu félagsstörfum hjá FFÍ m.a. setið í trúnaðarráði og samninganefnd.
Sigrún Helga útskrifaðist úr meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2014.
Sigrún Helga er með netfangið [email protected].
Við bjóðum Sigrúnu Helgu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.
Stjórn FFÍ