Helstu styrkir
Allir forvarna- og endurhæfingastyrkir eru háðir ávinnslurétti
Allir forvarna- og endurhæfingastyrkir eru háðir ávinnslurétti sem þýðir að félagsmaður þarf að hafa greitt iðgjöld í jafn marga mánuði og millibil milli styrkja segir til um. Sem dæmi er gleraugnastyrkur veittur með 36 mánaða millibili sem þýðir að félagsmaður þarf að hafa greitt iðgjöld í 36 mánuði til að geta hlotið þannig styrk.
Einnig er rétt að árétta að aldrei er styrkt um hærri upphæð en 80% af útlögðum kostnaði (gildir ekki um krabbameinsskoðanir).
Helstu forvarna- og endurhæfingastyrkir skv. 13. grein reglugerðar sjóðsins:
- Krabbameinsskoðun (legháls- og brjóstakrabbameinsskoðanir, 5000.- krónur fyrir skiptið og 10.000.- krónur fyrir framhaldsskoðun)
- Krabbameinsskimun í ristli (hámark 25.000 kr. á 60 mán.)
- Krabbameinsskimun í blöðruhálskirtli (hámark 20.000 kr. á 48 mán.)
- Húðkrabbamein/blettaskoðun (hámark 6500 kr. fyrir hvert skipti)
- Sjúkraþjálfun, nudd, sjúkranudd, heilsunudd, hnykk- og nálastungulækningar, kírópraktor, osteópata, höfuðbeina- og spjaldshryggsmeðferð (5000 kr. fyrir hvert skipti, hámark 60.000 kr. á hverjum 12 mán.)
- Sálfræði-, félags- og fjölskylduráðgjöf (helmingur upphæðar sem greidd var fyrir meðferðartíma, hámark 60.000.- á hverjum 12 mán.)
- Endurhæfing á heilsustofnun (2000 kr. á dag í allt að 4 vikur á hverjum 48 mán., hámarksendurgreiðsla er 56.000 kr.)
- Glasa-, smásjár- og tæknifrjóvgun (má styrkja tvö skipti, hámark er 60.000 kr. fyrir hvort skipti)
- Ættleiðing (má styrkja eitt skipti, hámark er 50.000 kr.)
- Laser/lasik augnaðgerð (heimilt að styrkja einu sinni fyrir hvort auga, hámarksupphæð er 50.000 kr. fyrir annað augað eða 100.000 fyrir bæði augun samtímis)
- Augnsteinaaðgerð (heimilt að styrkja einu sinni fyrir hvort auga, hámarksupphæð er 50.000 kr. fyrir annað augað eða 100.000 fyrir bæði augun samtímis)
- Gleraugu (heimilt að styrkja einu sinni á hverjum 36 mán., hámarksupphæð er 50.000 kr.)
- Heyrnartæki (heimilt að styrkja einu sinni á hverjum 48 mán., hámarksupphæð er 60.000 kr. fyrir hvort eyra eða 120.000.- kr. fyrir bæði eyru)
- Linsur (heimilt að styrkja einu sinni á hverjum 24 mán., hámarksupphæð er 10.000 kr.)
- Stoðkerfisaðgerð (hámarksupphæð er 50.000 kr.)
- Æðahnútaaðgerð (hámarksupphæð er 35.000 kr.)
- Fótaaðgerð (heimilt að styrkja tvær aðgerðir á hverjum 12 mán., hámarksupphæð er 7000 kr. fyrir skiptið)
- Sjúkrasokkabuxur og sjúkrasokkar (heimilt að greiða kaupverð einu sinni á hverju 24 mánaða tímabili, hámarksupphæð er 16.500 kr. )
- Áfengis- og vímuefnameðferð (heimilt að styrkja einu sinni. Er háð því að styrkur eða greiðsla komi ekki annars staðar frá. Hámarksupphæð er 30.000 kr.)
- Dánarbætur (heimilt að greiða allt að 200.000 kr. vegna andláts barns sjóðfélaga undir 22 ára aldri)