Stjórn og starfsfólk FFÍ sendir félagsfólki og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári með þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Skrifstofur Fagfélaganna og FFÍ verða lokaðar frá 23. desember til 2. janúar 2025. Venju samkvæmt verður brugðist við brýnum erindum auk þess sem hefðbundum skrifstofustörfum verður sinnt á lokunartíma.
Við bendum á trúnaðaraðila félagsins ef upp koma neyðartilvik. Upplýsingar um þá er að finna í FFÍ-appinu og á heimasíðu FFÍ. Þar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar m.a. um kjarasamningsbundin atriði.
Hátíðarkveðja,
Stjórn og starfsfólk FFÍ