
Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí sl., sem felur í sér tugprósenta launalækkanir og skerðingu á réttindum til frambúðar. Stjórn FFÍ kannaði afstöðu félagsmanna á fundi nú í hádeginu og eru félagsmenn með öllu mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp.
Flugfreyjufélagið ítrekar samningsvilja sinn um að koma til móts við Icelandair á meðan núverandi ástand varir og er áfram tilbúið til samtals um sanngjarnar breytingar á gildandi kjarasamningi.
Fyrir hönd stjórnar FFÍ,
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður