
Flugfreyjufélagið styrkir árlega góð málefni. Við upphaf ársins 2025 tók stjórn félagsins ákvörðun um að styrkja líknardeild Landspítala og Endósamtökin. Að mati stjórnar FFÍ sinna báðir þessir aðilar gríðarlega mikilvægu starfi og gera það af miklum heilindum.
Flugfreyjufélagið vonar að styrkirnir komi sér vel og nýtist til áframhaldandi góðs starfs.