Skip to main content

Stefna FFÍ

Stefnu Flugfreyjufélags Íslands má draga saman líkt og eftirfarandi:

Stéttarfélaginu ber að vinna markvisst að því að bæta kjör, hag og vellíðan f/f í starfi, ásamt því að standa vörð um núverandi kjör og að kjarasamningi sé fylgt. Aukinheldur skal vinna markvisst að því að efla stéttarfélagið og bæta starfssemi þess.

Að öðru leyti er vísað til laga félagsins:

2. gr. Tilgangur félagsins er:

  1. Að sameina alla starfandi flugfreyjur og flugþjóna sem starfa á félagssvæðinu.
  2. Að vernda réttindi og hagsmuni félagsmanna.
  3. Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör, bættan aðbúnað við vinnu og gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna.
  4. Að vinna að öryggismálum og öðru því sem tengist starfi félagsmanna.
  5. Að fylgjast með þróun starfsins og öryggisþáttum tengdu því hjá öðrum flugfélögum innlendum sem erlendum, og vinna að því að kjör félagsmanna séu ekki lakari en hjá þeim.
  6. Veita félagsmönnum aðstoð í veikindum skv. reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ.
  7. Annast samskipti við erlenda hagsmunaaðila.