Allsherjarpóstatkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi.
Kjörgögn hafa verið póstlögð og þurfa atkvæði félagsmanna að hafa borist kjörstjórn félagsins að Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. september 2018.
Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja en þeirri kröfu hefur verið hafnað og viðræðutilraunir ekki borið árangur þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara.
Reykjavík 3. september 2018
Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands