
Stjórn og starfsfólk Flugfreyjufélags Íslands sendir félagsfólki sínu og fjölskyldum þeirra hugheilar og kærleiksríkar jólakveðjur með kærum þökkum fyrir samstarfið á líðandi ári. Megi nýtt ár færa félagsfólki gleði og ánægju í leik og starfi.
Skrifstofa FFÍ verður venju samkvæmt lokuð yfir jólahátíðina, frá 23. desember 2025 til 05. janúar 2026.
Við munum fylgjast reglulega með tölvupóstinum [email protected] á meðan lokað er og bregðumst við brýnum erindum.
Þá er ávallt hægt að leita til trúnaðaraðila félagsins ef upp koma erindi sem þola ekki bið og koma skilaboðum áleiðis til formanns og varaformanns ef svo ber undir.
Upplýsingar um trúnaðaraðila er m.a. að finna í FFÍ appinu og á heimasíðu félagsins www.ffi.is.
Hátíðarkveðjur,
Stjórn og starfsfólk FFÍ


