Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands 2021 verður fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 11:00
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn með tölvupósti á [email protected] og opið verður fyrir skráningu til kl. 13.00 fimmtudaginn 20. maí. Staðsetning fundarins ræðst af fjölda skráðra þátttakenda og að teknu tilliti til gildandi samkomutakmarkana Almannavarna. Staðsetning verður auglýst síðar.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
- Kosning stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
- Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara
- Kosning til annarra stjórna og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir
- Lagabreytingar
6.1. Tillögur að breytingum á lögum félagsins
6.2. Tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs
7. Önnur mál
Ársreikningur félagsins og tillögur að lagabreytingum liggja frammi í FFÍ appinu til skoðunar.
Tekið verður tillit til skilyrða Almannavarna varðandi viðburði og verður því ekki hægt að bjóða upp á veitingar að fundi loknum. Rétt er að minna á að öll hópamyndun, fyrir og eftir viðburð, er óheimil samkvæmt Almannavörnum.
Kær kveðja,
Stjórn FFÍ