Skip to main content

Félagsmenn FFÍ hafna útspili Icelandair

Eftir maí 12, 2020mars 17th, 2023Fréttir

Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí sl., sem felur í sér tugprósenta launalækkanir og skerðingu á réttindum til frambúðar. Stjórn FFÍ kannaði afstöðu félagsmanna á fundi nú í hádeginu og eru félagsmenn með öllu mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp.

Flugfreyjufélagið ítrekar samningsvilja sinn um að koma til móts við Icelandair á meðan núverandi ástand varir og er áfram tilbúið til samtals um sanngjarnar breytingar á gildandi kjarasamningi.

 

Fyrir hönd stjórnar FFÍ,

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður