FFÍ appið er farið í loftið og fer mjög vel af stað. Aðeins örfáum vikum eftir að appið varð virkt hafa hátt í 700 manns sótt appið og ríkir almenn ánægja með efni þess og virkni.
Appið er fyrir alla virka félagsmenn og er hugsað þeim bæði til gagns og gamans. Í appinu eru m.a. upplýsingar um kjarasamninga, sjúkrasjóð, orlofshús og afsláttaraðila. Einnig er þar hægt að senda inn tilkynningar, taka þátt í könnunum, lesa fréttir, frétta- og heilsupistla, kynna sér fyrirhugaða viðburði, sjá upplýsingar um stjórn, nefndir, ráð, samstarfsfólk, o.m.fl.
Notendaupplýsingar í appinu eru tengdar greiðslum félagsgjalda til FFÍ og þess vegna geta glænýir félagsmenn ekki sótt appið fyrr en u.þ.b. tveimur vikum eftir að þeir fá fyrstu launagreiðsluna sína.
Frá og með september 2018 er reiknað með að appið verði aðal samskiptatæki Flugfreyjufélagsins og mun það leysa heimasíðuna og tölvupóstinn að mestu af hólmi. Félagsmenn eru kvattir til að sækja appið og tileinka sér notkun þess sem allra fyrst.
Félagsmenn geta sótt appið í App- og Play store með því að slá inn leitarorðið „FFI appið“ (einfalt i) eða með því að smella á meðfylgjandi hlekki:
iOs App store:
https://itunes.apple.com/us/app/ffi-appið/id1305631924?mt=8
Android Play Store:
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.twoway.ffi