Skip to main content

Skipulagsskrá

Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Maríu Jónsdóttur

  1. gr. Sjóðurinn heitir ” Minningarsjóður Maríu Jónsdóttur, flugfreyju,” ( fædd 1. nóv. 1932, dáin 14. apríl 1963 ).
  2. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 15.000,00 og er gefið af foreldrum Maríu, Jóni Vigfússyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur, Hringbraut 47 og starfssystrum Maríu.
  3. gr. Tekjur sjóðsins eru vextir, áheit, gjafir og hagnaður af sölu minningarkorta.
  4. gr. Stjórn sjóðsins skipa: Formaður og gjaldkeri Flugfreyjufélags Íslands og einn aðili tilnefndur af ættingjum Maríu. Formaður Flugfreyjufélagsins er formaður sjóðsins.
  5. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja flugfreyjur eða börn þeirra, hafi flugfreyja orðið fyrir slysi eða erfiðleikum, vegna langvarandi veikinda. Falli flugfreyja frá, sem séð hefur barni eða börnum sínum farborða, skulu þau ganga fyrir styrkveitingu úr sjóðnum.
  6. gr. Heimilt er að verja allt að 9/10 hlutum af árlegum vaxtatekjum sjóðsins til styrkveitinga. Þau ár sem heimiluð upphæð verður ekki notuð til styrkveitinga skal hún lögð við höfuðstól.
  7. gr. Fé sjóðsins skal ávaxta á tryggan hátt í ríkisskuldabréfum, í ríkistryggðum skuldabréfum í bönkum, sparisjóðum og í skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign.
  8. gr. Breytingar á skipulagsskrá þessari má því aðeins gera að þær hafi verið samþykktar með 3/4 hluta atkvæða stjórnarmeðlima Flugfreyjufélags Íslands og samþykktar af fulltrúa ættingja Maríu í stjórn sjóðsins.
  9. gr. Ábendingar eða umsóknir um styrk úr sjóðnum skal senda sjóðsstjórn fyrir 1. nóvember ár hvert.
  10. gr. Reikningar sjóðsins skulu gerðir upp með reikningum Flugfreyjufélags Íslands og endurskoðaðir af endurskoðendum félagsins.
  11. gr.Leita skal staðfestingar forseta Íslands á skipulagsskrá þessari. Skal skipulagsskráin birt í B. deild stjórnartíðinda.