FFÍ appið fer vel af stað

FFÍ appið er farið í loftið og fer mjög vel af stað. Aðeins örfáum vikum eftir að appið varð virkt hafa hátt í 700 manns sótt appið og ríkir almenn ánægja með efni þess og virkni.

Appið er fyrir alla virka félagsmenn og er hugsað þeim bæði til gagns og gamans. Í appinu eru m.a. upplýsingar um kjarasamninga, sjúkrasjóð, orlofshús og afsláttaraðila. Einnig er þar hægt að senda inn tilkynningar, taka þátt í könnunum, lesa fréttir, frétta- og heilsupistla, kynna sér fyrirhugaða viðburði, sjá upplýsingar um stjórn, nefndir, ráð, samstarfsfólk, o.m.fl.   

Notendaupplýsingar í appinu eru tengdar greiðslum félagsgjalda til FFÍ og þess vegna geta glænýir félagsmenn ekki sótt appið fyrr en u.þ.b. tveimur vikum eftir að þeir fá fyrstu launagreiðsluna sína.

Frá og með september 2018 er reiknað með að appið verði aðal samskiptatæki Flugfreyjufélagsins og mun það leysa heimasíðuna og tölvupóstinn að mestu af hólmi. Félagsmenn eru kvattir til að sækja appið og tileinka sér notkun þess sem allra fyrst.

Félagsmenn geta sótt appið í App- og Play store með því að slá inn leitarorðið „FFI appið“ (einfalt i) eða með því að smella á meðfylgjandi hlekki:

iOs App store:

https://itunes.apple.com/us/app/ffi-appið/id1305631924?mt=8

Android Play Store:

https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.twoway.ffi

Niðurstöður kosninga um kjarasamning FFÍ og WOWair

Niðurstöður rafrænna kosninga um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOWair liggja fyrir.

Á kjörskrá voru 468, atkvæði greiddu 338 eða 72,22%. 
Já sögðu 263 eða 77,81%. 
Nei sögðu 69 eða 20,41%.
Sex tóku ekki afstöðu eða 1,78%.

Samningar hafa því verið samþykktir. 


Niðurstöður hafa verið sendar í tölvupósti til félagsmanna WOWair og þar fylgir viðhengi þar sem niðurstöður eru settar fram myndrænt. Niðurstöðurnar er líka hægt að skoða myndrænt hér.

Kjörstjórn

Rafræn kosning um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOW air

Opið verður fyrir kosningu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og WOW air frá kl. 13.00 föstudaginn 23. febrúar til kl. 12.00 miðvikudaginn 28. febrúar. Kosningabærir aðilar eru starfsmenn WOW air sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélags Íslands. Til að geta kosið verður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Félagsmenn eru hvattir til að kjósa tímanlega því ekki er hægt að tryggja lagfæringar á kjörskrá ef þær berast of seint. Hafið í huga að hægt er að kjósa mörgum sinnum en aðeins síðasta atkvæðið telst gilt. Hægt er að kynna sér nánari leiðbeiningar um hvernig kosið er hérna.   

Til að kjósa er smellt á meðfylgjandi hlekk: https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/24?lang=IS

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands

Jóla- og áramótalokun FFÍ

Samkvæmt venju verður skrifstofa Flugfreyjufélags Íslands lokuð yfir jól og áramót. Lokað verður frá og með föstudeginum 22. desember til og með miðvikudagsins 3. janúar. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.00.  

Fyrir þá sem vilja skila af sér lyklum eða pappírum er rétt að benda á að búið er að koma fyrir póstlúgu við aðaldyr FFÍ.

Fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands

Bergdís I. Eggertsdóttir

Páskaúthlutun orlofshúsa FFÍ

Eins og áður verða páskarnir í punktaúthlutun og dragast af hálfvirði punkta miðað við sumarúthlutun.

Opnað verður fyrir umsóknir 10.janúar kl 12:00 og verður hægt að sækja um til miðnættis 25. febrúar. Úthlutað verður 26. feb og 27. feb kl 09:00 opnast fyrir tímabilið frá páskum að sumarúthlutun þ.e.tímabilið 2. apríl til 11. maí.

Síðan verður opnað fyrir umsóknir um sumarúthlutun 1.mars kl 10:00 til og með 15. apríl og úthlutað verður 16. apríl að því tilskyldu að allir félagsmenn hafi fengið sumarleyfisúhlutun frá sínu vinnuveitendum. Þetta verður aftur auglýst nánar þegar þar að kemur.

Þeir sem fá úthlutað hafa greiðslufrest til miðnættis 22. apr. og þá hafa þeir sem sóttu um og ekki fengu, frest til miðnættis 25.apr að bóka þær vikur sem útaf standa fyrstur kemur fyrstur fær og verður að greiða samtímis. kl 14:00 23. apríl opnast fyrir þessa aðila.

26.apríl kl 12:00 opnast síðan kerfið fyrir alla sem hafa áhuga á óúthlutuðum tímabilum fyrstur kemur fyrstur fær

Með kveðju Orlofsnefndin

Niðurstöður kosninga um kjarasamning WOW

Niðurstöður rafrænna kosninga um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOWair liggja fyrir.  Á kjörskrá voru 496, atkvæði greiddu 311 eða 62,7%.

  • Já sögðu 143 eða 45,98%.
  • Nei sögðu 164 eða 52,73%.
  • Fjórir tóku ekki afstöðu eða 1,29%.

Samningar hafa því verið felldir.

Upplýsingar eru settar fram myndrænt hér. 

kjörstjórn