Fréttir úr Borgartúni 22

Kæru félagsmenn,
Gleðilegt nýtt ár með von um að 2014 leggist vel í okkur öll.
Á haustdögum hófst vinna samninganefnda FFÍ vegna komandi kjarasamninga og hafa samninganefndirnar verið að vinna við kröfugerðir fyrir kjarasamningaviðræður. Viðræðuáætlanir hafa verið afhentar öllum viðsemjendum okkar.
Í samninganefnd FFÍ/ Icelandair sitja Sturla Óskar Bragason, Sigríður Ása Harðardóttir, Guðrún Georgsdóttir, Sigríður Nanna Jónsdóttir, Þorbjörg Margeirsdóttir og Berglind Hafsteinsdóttir. 2 fundir voru haldnir á síðasta ári og er næsti fundur áætlaður núna um miðjan janúar.
Í samninganefnd FFÍ/Flugfélags Íslands sitja Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, Bryndís Harðardóttir, Sigrún Heiða Hilmarsdóttir, Guðrún Hulda Jónsdóttir, Sigríður Ása Harðardóttir og Sturla Óskar Bragason.
Einn fundur hefur verið haldinn þar sem samninganefndin var kynnt. Sá næsti er áætlaður núna í janúar þar sem kröfugerð FFÍ verður lögð fram.
Samninganefnd FFÍ/WOWair hefur verið skipuð. Karasamningur félaganna verður hinsvegar ekki laus fyrr en í lok þessa mánaðar og hefur nefndin því ekki verið kynnt fyrir forsvarsmönnum WOWair. Að því loknu verður nefndin kynnt fyrir félagsmönnum.
Samstarfsnefnd FFÍ við Icelandair tók til starfa mánuði eftir að við tókum við stjórn og hefur hún fundað með Icelandair mánaðarlega frá því í júní á síðasta ári að undanskildum júlí mánuði. Í samstarfsnefnd FFÍ/Icelandair sitja Kristín Aradóttir, Margrét H. Hauksdóttir, Anna María Kristmundsdóttir og varamaður er Anna Dís Sveinbjörnsdóttir. Fundargerðir samstarfsnefndarinnar er að finna á http://www.ffi.is/fundargerdir/samstarfsnefndarfundir-icelandair/. Reyndar eru fundargerðir frá desember 2013 og janúar 2014 ekki komnar á netið.
Skráarnefnd FFÍ/Icelandair var skipuð nú á haustdögum og í þeirri nefnd sitja Sigríður Ásta Árnadóttir, Steinunn Ragnarsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Steinunn Hjálmtýsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Ef þið viljið koma einhverju á framfæri til skráarnefndarinnar bendum við ykkur á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráarnefnd FFÍ/Flugfélags Íslands er skipuð tveimur félagsmönnum þeim Hjördísi Elmu Jóhannsdóttur og Heiðrúnu Sigvaldsdóttur.
FFÍ tilnefndi tvo félagsmenn í vinnuverndarráð Flugmálastjórnar síðastliðið sumar. Eru það Kristján Geir Guðmundsson og Ásta Kristín Gunnarsdóttir. Fyrsti fundur vinnuverndarráðs verður haldinn núna í janúar.
Við höfum fengið upplýsingar um að það hafi verið vandamál að skrá sig inn á vefsíðuna okkar. Vissulega hafa verið smá hnökrar en unnið hefur verið í að laga þá og með hækkandi sól er hún að komast í rétt horf. Gangi innskráning ekki vel hvetjum við ykkur eindregið að hafa samband við skrifstofuna.
Þá viljum við benda ykkur á fundargerðir frá félagsfundum sem haldnir voru á síðasta ári en þær er að finna hér http://www.ffi.is/sample-page/fundagerdir/felagsfundir-ffi/.
Að lokum minnum við á kynningu Ástu Kristínar sem haldin verður þann 15. janúar kl. 11 og 16. janúar kl. 20.
Með kærri kveðju,
Stjórn FFÍ.