Niðurstöður kosninga um kjarasamning FFÍ og WOWair

Niðurstöður rafrænna kosninga um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og WOWair liggja fyrir.

Á kjörskrá voru 468, atkvæði greiddu 338 eða 72,22%. 
Já sögðu 263 eða 77,81%. 
Nei sögðu 69 eða 20,41%.
Sex tóku ekki afstöðu eða 1,78%.

Samningar hafa því verið samþykktir. 


Niðurstöður hafa verið sendar í tölvupósti til félagsmanna WOWair og þar fylgir viðhengi þar sem niðurstöður eru settar fram myndrænt. Niðurstöðurnar er líka hægt að skoða myndrænt hér.

Kjörstjórn