Hátíðarkveðja

Jól22_2.png

Mikill stuðningur við baráttu Flugfreyjufélagsins

Merki Hnefar

Flugfreyjufélagi Íslands hafa borist fjölmargar stuðningskveðjur á síðustu dögum meðal annars frá Evrópska flutningamanna sambandinu (European Transport Workers Federation) og Norræna flutningamannasambandinu (Nordic Transport Workers Federation).

Í yfirlýsingu ETF eru sendar baráttukveðjur frá 370 þúsund félagsmönnum um alla Evrópu en þar segir meðal annars. On behalf of the 370,000 aviation workers the ETF represents all over Europe, we would like to express our full support to your legitimate fight and tell you that you are not alone. For us at the ETF, the fight against social dumping is one of the key priorities and we will do our utmost to support you. Your case is a flagrant example of misuse of the ongoing COVID-19 crisis to force an own agenda of raising the profits for the shareholders at the expense of the workforce, which is unacceptable.”

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að mögulegar fyrirætlanir um stofnun ‘guls’ stéttarfélags til að þrýsta á kjaralækkun séu óþekktar í siðmenntuðum ríkjum Evrópu.

Lesa má yfirlýsinguna ETF í heild sinni hér

Í yfirlýsingu NTF kemur m.a. fram að útbreiðsla Covid-19 eigi ekki að vera afsökun fyrir félagslegum undirboðum eða fjandsamlegum aðgerðum gegn kjarasamningum og stéttarfélögum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt According the information we received from our Icelandic affiliate FFÍ, the Icelandic press has cited from a reliable source that Icelandair plans to solve the negotiations for the renewal of a collective agreement for its cabin crew by changing the negotiating union. We strongly condemn the plan and advice the company to withdraw from it. We have seen similar union busting moves from other countries and the result is never good, for any party involved.”.

Lesa má yfirlýsingu NTF í heild sinni hér

Yfirlýsing ASÍ vegna frétta um Icelandair

Reykjavík 20. maí 2020

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega því sem lýst er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag sem hugsanlegum viðbrögðum Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Í báðum tilvikum er vísað til heimilda innan Icelandair. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins skoðar Icelandair möguleika á að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og samkvæmt Fréttablaðinu hyggst Icelandair láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi náist ekki samningur.

Þessar vangaveltur eru settar fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna. Þær byggja einnig á mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ.

Alþýðusamband Íslands áréttar að stéttarfélög eru félög launafólks sem njóta verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum er óheimilt að skipta sér af. Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.  

Raungerist fyrrnefndar vangaveltur á Icelandair ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks. ASÍ krefst þess að stjórnvöld stígi fram og taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair.

Drífa Snædal, forseti ASÍ:

„Flugfreyjur hafa verið samningslausar lengi. Þær hafa staðið sameinaðar og komið fram af heilindum í kjaraviðræðum. Að mæta þeim á þessu stigi samningaviðræðna með hótunum um að ganga gegn lögum og leikreglum á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óviðunandi.“

„Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags. Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“

FFÍ hefur sent inn kröfur í þrotabú WOW air

Kópavogi 12. ágúst 2019

Flugfreyjufélagið hefur lokið við gerð kröfulýsinga í þrotabú WOW air og hefur sent kröfurnar til skiptastjóra þrotabúsins. Gerðar voru kröfur fyrir rúmlega 400 félagsmenn en auk þess gerði Flugfreyjufélagið einnig kröfu í búið fyrir sína hönd.

Kröfur félagsmanna námu um milljarði króna og er stærstur hluti þeirra krafna launarkröfur. 

Þann 16. ágúst verður haldin skiptafundur með skiptastjórum en ólíklegt er að búið verði að taka afstöðu til launakrafna á þeim tímapunkti.

Á næstunni mun FFÍ sjá um að senda inn kröfulýsingar til Ábyrgðarsjóðs launa fyrir sína félagsmenn og svo tekur við biðtími á meðan skiptastjórar þrotabúsins og Ábyrgðasjóður launa meta kröfurnar. Um leið og niðurstaða fæst varðandi kröfurnar verður þeim upplýsingum miðlað til félagsmanna Flugfreyjufélagsins.

Fréttatilkynning til fjölmiðla

Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí sl., sem felur í sér tugprósenta launalækkanir og skerðingu á réttindum til frambúðar. Stjórn FFÍ kannaði afstöðu félagsmanna á fundi nú í hádeginu og eru félagsmenn með öllu mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp.

Flugfreyjufélagið ítrekar samningsvilja sinn um að koma til móts við Icelandair á meðan núverandi ástand varir og er áfram tilbúið til samtals um sanngjarnar breytingar á gildandi kjarasamningi.

 

Fyrir hönd stjórnar FFÍ,

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður

s: 868-4460

Niðurstöður atkvæðagreiðslu vegna Primera

Fundur stjórnar- og trúnaðarráðs Flugfreyjufélags Íslands sem haldinn var 14. ágúst 2018, samþykkti að fram skyldi fara allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna félagsins um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá og til Íslands. Hin ótímabundna vinnustöðvun skal hefjast kl. 06:00, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 nema kjarasamningar hafi tekist fyrir þann tíma. Að þessu sinni var viðhöfð allsherjarpóstatkvæðagreiðsla og voru kjörgögn send atkvæðabærum félagsmönnum í byrjun september 2018. Atkvæðagreiðslan stóð til kl. 12.00 föstudaginn 28. september 2018.

Atkvæðisrétt höfðu 2097 félagsmenn. Atkvæði greiddu 573 félagsmenn  og féllu atkvæði þannig að já sögðu 567, nei sagði 1, fimm seðlar voru auðir eða ógildir. 

Það tilkynnist því hér með ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA og hefst hún kl. 06:00 fimmtudaginn 15.11. 2018 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Stjórn