Útdráttur úr tollalögum

Áhafnir mega miðað við breytingu á lögum frá 21. júlí 2011 kaupa:

0.5 L af sterku víni, 0.75 L af léttvíni og 3 L af bjór eða

0.5 L af sterku og 6 L af bjór eða

0.75 L af léttvíni og 6 L af bjór.

Upplýsingar um aðrar tollaheimildir má finna hér að neðan.

 

Tollskyldar vörur, undanþágur o.fl.

6. gr.

Tollfrjálsar vörur.

Auk þeirra vara sem tollfrjálsar eru samkvæmt beinum fyrirmælum í tollskrá skulu eftirfarandi vörur vera tollfrjálsar:

1. Eftirtaldar vörur um borð í förum sem koma hingað til lands frá útlöndum:

a. Fylgifé fars sem er að mati tollyfirvalda ekki umfram það sem hæfilegt má teljast með tilliti til stærðar fars og ferða þess, enda verði fylgiféð ekki flutt úr viðkomandi fari.

b. Hæfilegar vistir og aðrar nauðsynjar í fari sem er í utanlandsferðum, enda verði þær áfram í farinu til neyslu og notkunar áhafnar og farþega.

c. Vörur sem ekki á að flytja hér úr fari en eiga að fylgja því aftur til útlanda. Sama gildir um vöru sem send er hingað til umflutnings.

2. Varningur sem farmenn og ferðamenn hafa meðferðis frá útlöndum sem hér segir:

a. Venjulegur farangur áhafnar fars sem kemur hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalda um ferðanauðsynjar til eigin notkunar áhafnar í fari að ræða. Jafnframt venjulegur farangur ferðamanna sem koma hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalda um ferðanauðsynjar til eigin nota þeirra á ferðalaginu að ræða.

b. Varningur sem ferðamenn, búsettir hér á landi, hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun hér á landi umfram það sem greinir í a-lið, að verðmæti allt að 65.000 kr., miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Verðmæti einstaks hlutar skal þó að hámarki vera 32.500 kr. Börn yngri en 12 ára skulu njóta réttinda samkvæmt þessum lið að hálfu.

c. Varningur sem skipverjar og flugverjar, búsettir hér á landi, hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun umfram það sem greinir í a-lið, að verðmæti allt að 32.500 kr., miðað við smásöluverð á innkaupsstað, hafi þeir verið skemur en 15 daga í ferð, en 65.000 kr., hafi þeir verið lengur í ferð. Verðmæti einstaks hlutar skal þó að hámarki vera 32.500 kr.

d. Matvæli, þ.m.t. sælgæti, sem ferðamenn og farmenn hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun, að verðmæti allt að 18.500 kr., miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Þyngd matvæla skal þó að hámarki vera 3 kg. Matvæli skulu talin með varningi skv. b- og c-lið. ]1)

Tollfrjáls farangur skipverja og flugverja í millilandaferðum.

6. gr.

Áfengi og tóbak.

Auk varnings skv. 5. gr. er skipverjum og flugverjum heimilt að flytja tollfrjálst inn áfengi og tóbak sem hér segir:

1. Skipverjum á íslenskum skipum eða skipum í leigu íslenskra aðila sem eru 15 daga eða lengur í ferð:

a. 1,5 lítra af sterku áfengi og 3 lítra af léttvíni eða

b. 1,5 lítra af sterku áfengi eða léttvíni og 24 lítra af öli.

c. 400 vindlinga eða 500 g af öðru tóbaki.

2. Skipverjum á íslenskum skipum eða skipum í leigu íslenskra aðila sem eru skemur en 15 daga í ferð:

a. 0,75 lítra af sterku áfengi og 1,5 lítra af léttvíni eða

b. 0,75 lítra af sterku áfengi eða léttvíni og 12 lítra af öli.

c. 200 vindlinga eða 250 g af öðru tóbaki.

3. Flugverjum, þ.m.t. flugverjum í aukaáhöfn, sem eru 15 daga eða lengur í ferð:

a. 1 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttvíni eða

b. 1 lítra af sterku áfengi eða 0,75 lítra af léttvíni og 6 lítra af öli.

c. 200 vindlinga eða 250 g af öðru tóbaki.

4. Flugverjum, þ.m.t. flugverjum í aukaáhöfn, sem eru skemur en 15 daga í ferð:

Sjá breytingu efst.

Heimild:

http://www.tollur.is/displayer.asp?module_id=210&element_id=8924