1) Þessar reglur taka til allra félagsmanna er hafa aðgang að ffi.is. Það er á þeirra ábyrgð að kynna sér þær og fylgja þeim.
2) Með því að taka þátt í umræðum á ffi.is hafa þátttakendur samþykkt og undirgengist þessa skilmála.
3) Þátttakendum er jafnframt fullkomlega ljóst að þeir einir bera persónulega ábyrgð á öllu sem þeir skrifa á ffi.is.
4) Stjórnendur vefsíðunnar hafa rétt til þess að fjarlægja eða breyta innleggjum sem brjóta gegn spjallvefsreglum að þeirra mati án viðvarana.
5) Stjórnendur munu loka á þátttakendur eða IP-tölu ef um brot á reglunum er að ræða.
6) Þessum reglum má breyta án fyrirvara, slíkt skal þó tilkynna.
7) þátttakendur skulu forðast alla umræðu er valdið getur öðrum sársauka eða vanvirðu.
8) Þátttakendum er ljóst að meiðandi og órökstuddar fullyrðingar, rógur eða níð eru ekki liðin á
ffi.is. Undir þetta heyra einnig póstaðir tenglar á vefi þar sem slíkt efni er að finna.
9)Þátttakendum skal einnig vera ljóst að öll umræða og upplýsingar er koma fram á vef ffi.is er trúnaðarmál og skulu einungis skoðaðar af félagsmönnum FFÍ. Öll notkun og meðferð upplýsinga og umræðu utan spjallsvæðis er með öllu óheimil.
10) Heilræði: Tökum þátt í umræðum og spjalli á vefnum af fyllstu kurteisi og á málefnalegan hátt. Verum sjálfum okkur og stéttinni til sóma.