• dc3bw

Loftið umborð

Þurra loftið um borð

Líkaminn reynir að halda í þann vökva sem er í líkamanum sem lýsir sér meðal annars í því að þvaglát verða minni eða jafnvel engin meðan á flugi stendur. Eftir því sem minna er drukkið verður þvagið dekkra en það er oft góð vísbending á vökvaskort. Undir eðlilegum kringumstæðum jafnar líkaminn sig á vökvaskortinum eða á milli flugferða. Bjúgsöfnun er oft merki um vökvaskort en það er leið líkamans að halda í þann vökva sem tilstaðar er í líkamanum.

Sérfræðingar I heilsu flugáhafna benda á nauðsyn þess að flugþjónustuliðar auki fituinntöku til þess meðal annars að vinna á móti fitu- og vökvatapi sem verður við útöndun og mæla þá sérstaklega með 3 matskeiðum af Flax Seed olíunni fyrir flug.

Samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar þjáðst fjölmargir fljúgþjónustuliðar af þurrki (e.dehydration) algengusta líkamlega einkennið sem flugþjónustuliðar kvarta undan er þurr húð, sem rekja má til lágs raka í vinnuumhverfi þeirra. Rakinn í andrúmlofti flugvéla á flugi er milli 1%-15%, lægst er það í flugstjórnarklefanum eða allt niður í 1%. Rakinn getur aukist lítilega við fjölda drykkja farþega meðan á drykkjaþjónustu stendur og vegna áhalda sem innihalda vökva svo sem ísfötur og djúskönnur. Til viðmiðunar er rakamagn í andrúmslofti 78%-82%, (í rigningu er það 100%), innanhús er það á bilinu 40-45% en til gaman má geta þess að í Sahara eyðimörkinni mælist rakinn 20%.

Við þær þurru aðstæður sem ríkja um borð, missa flugþjónustuliðar um það bil 60-120 ml. af raka á klukkustund. Ef miðað við lægri viðmiðin getur flugþjónustuliði sem flýgur sjö klukkustunda flug (SEA/DEN) misst allt að 420 ml af vökva á einum fluglegg. Rakinn tapast í gegnum lungun við útöndun og gegnum húðina í formi svita. Við rakatapið sem verður við útöndun getur einnig tapast lífsnauðsynleg fita (e.lung surfactant) en sú fita þekur lungun að innan og er lífsnauðsynleg við þenslu lungnanna. Þurra loftið hefur einnig slæm áhrif á slímhúð augna sem lýsir sér með augnþurrki, tárvot augu, tárarennsli, kláða og  slímhúð í efri öndunarvegi sem oft lýsir sér með nefstíflu, og það sem flestir flugþjónustuliðar kvarta undan þurrk í hársverði og húð.

Eitt einkenni vökvaskorts er þurr munnur, varir, og augu, oftast fylgir þorstatilfinning í kjölfarið. Miðað við það þurra loft sem flugþjónustuliðar vinna við er hætta á að þeir geti oriðið fyrir hægfara vökvaskorti, ef ekki vökvainntekt er ekki næganleg. Það er mjög mikilvægt að f bæta upp vökvatapið sem verður á flugi með því að drekka vel meðan og eftir flug. Hér er ekki átt við að flugþjónustuliðinn þambi vatn, heldur drekki jafnt og þétt meðan á flugferð stendur. Besti drykkurinn er vatn, Vatnslosandi drykkir svo sem koffein drykki ætti að forðast, þeir ýta undir enn frekari vökvatap.